Sigurmark á ögurstundu
Stefán Örn Arnarson reyndist sínum gömlu félögum, Víkingum, banabitinn í kvöld en hann gerði sigurmark Keflvíkinga gegn Víkingi á Keflavíkurvelli. Lokatölur voru 2-1, en Hólmar Örn Rúnarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mín. Davíð Þór Rúnarsson jafnaði fyrir Víking á 69. mínútu.
VF-mynd/Hilmar Bragi: Stefán skorar sigurmarkið