Sigurlaug varð Evrópumeistari í Crossfit
Evrópuleikarnir í Crossfit voru haldnir í Ballerup í Danmörkiu helgina 25.-27. maí. Njarðvíkingurinn Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir var þar liðsmaður Crossfit Reykjavík sem unnu Evrópuleikana með yfirburðum og unnu sér um leið þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Los Angeles eftir fimm vikur. Einnig var Keflvíkingurinn Daníel Þórðarson kærasti Sigurlaugar að keppa, en hann keppti með Crossfit stöðinni Bootcamp og lentu þau í 15. sæti.