Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Íþróttir

Sigurjón vann sinn fyrsta MMA bardaga
Sigurjón krýndur sigurvegari eftir bardagann. Mynd af Facebook síðu Headhunters Fighting Championship.
Mánudagur 18. september 2017 kl. 09:53

Sigurjón vann sinn fyrsta MMA bardaga

Hinn 26 ára gamli Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta MMA bardaga síðastliðinn laugardag á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi, en þar keppti hann ásamt þremur öðrum bardagamönnum frá Mjölni. Sigurjón keppti við Ross Mcintosh en bardagann sigraði Sigurjón eftir klofna dómaraákvörðun.

Sigurjón byrjaði að æfa í Mjölni haustið 2015, en fyrir það hafði hann æft box með hléum frá árinu 2010 og varð Íslandsmeistari í boxi árið 2011. Þar að auki er hann með blátt belti í brasilísku jiu-jitsu. Í samtali við MMA fréttir segist Sigurjón vera í sínu besta líkamlega formi.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Andstæðingur Sigurjóns var einnig að keppa sinn fyrsta MMA bardaga en bardaginn fór fram í 77 kg veltivigt.

Hægt er að sjá bardagann hér að neðan.

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25