Sigurganga Suðurnesjamanna rofin
Holtaskóla tókst ekki að sigra í Skólahreysti
Suðurnesjaskólarnir Holtaskóli og Stóru-Voguskóli náðu ekki í verðlaunasæti í lokaúrslitum Skólahreysti sem fram fóru í Laugardalshöll í gær. Holtaskóli hafnaði í fimmta sæti og Stóru-Vogaskóli í því sjötta. Holtaskóli sigraði í fyrra og þá urðu Vogabúar í öðru. Að þessu sinni var það Síðuskóli frá Akureyri sem bar sigur úr bítum.
Frá árinu 2011 hafa skólar úr Reykjanesbæ sigrað í Skólahreysti, en Holtaskóli hefur sigrað fimm sinnum og Heiðarskóli tvisvar frá upphafi.