Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurganga Njarðvíkinga heldur áfram
Föstudagur 13. nóvember 2009 kl. 08:51

Sigurganga Njarðvíkinga heldur áfram


Njarðvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deil karla í körfuknattleik. Þeir hafa ekki tapað leik í deildinni á þessu tímabili og unnu sigur á Hamri í gær, 100-98. Leikurinn fór fram í Hveragerði.

Njarðvíkingar byrjuðu vel og komust í 21-8. Heimamenn tóku leikhlé og náðu aðeins að rétta hlut sinn. En Njarðvíkingar voru í ham og gáfu ekkert eftir. Höfðu 11 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta.

Lið Hamars tók heldur betur á því í öðrum leikhluta og snéru leiknum sé í hag. Skoruðu 32 stig á móti 16 Njarðvíkinga og voru allt í einu komnir með 5 stiga forystu þegar flautað var til hálfleiks, 50-45.

Njarðvíkingar náðu áttum og komu öflugir inn í seinni hálfleikinn. Skoruðu 25 stig í þriðja leikhluta á móti 14 stigum Hamarsmanna og höfðu 6 stiga forystu þegar þriðja leikfjórðungi lauk, 70-64.

Njarðvíkingar voru á beinu brautinni eftir þetta og náðu að halda heimamönnum í skefjum allan síðasta fjórðunginn. Unnu að lokum öruggan 11 stiga sigur, 100-89.

Magnús Gunnarsson var í miklum ham í þriggja stiga skotunum, hitti úr sjö slíkum af fimmtán og skilaði 32 stigum í safnið fyrir Njarðvík. Jóhann Árni Ólafsson var með 22 stig og átta stoðsendingar. Guðmundur Jónsson var með 15 stig.

Njarðvíkingar eru þar með einir á toppi deildarinnar með 6 unna leiki. Næst á eftir kemur Stjarnan með 10 stig og Keflvíkingar eru í þriðja sæti með 8 stig.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd - Magnús Gunnarsson skoraði 32 stig fyrir Njarðvík í gær.