Sigurganga Njarðvíkinga á enda
Íslandsmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik hafa verið óstöðvandi undanfarnar vikur og mánuði og höfðu unnið 14 leiki í röð þegar þeir mættu gallvöskum NES-urum á Boccia móti í Heiðarskóla á dögunum.
Hinir þrautþjálfuðu kappar úr NES tóku meistarana engum vettlingatökum og lögðu þá að velli með sannfærandi hætti, enda í góðri þjálfun.
Allt var þetta þó til gamans gert og skemmtu þátttakendur í báðum liðum sér hið besta.
Liðin huga nú að næstu verkefnum, en úrslitakeppnin er brátt að hefjast í körfunni og það er alltaf eitthvað í gangi hjá NES.
VF-myndir/Þorgils