Sigurganga Keflvíkinga á enda
Topplið Keflvíkinga mátti sætta sig við tap gegn Valskonum 101-94 eftir afleitan fyrri hálfleik þar sem Valskonur náðu mest 36 stiga forystu. Því er níu leikja sigurgöngu Keflvíkinga í deildinni lokið. Keflvíkingar náðu að klóra í bakkann í síðari hálfleik en brekkan var þá orðin allt of brött. Dinkins var með 32 stig, Birna Valgerður 18 og Embla 12 hjá Keflvíkingum. Keflavík, Snæfell og KR eru jöfn á toppnum með 18 stig.
Keflavík: Brittanny Dinkins 32/7 fráköst/9 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 18, Embla Kristínardóttir 12, Irena Sól Jónsdóttir 8, Erna Hákonardóttir 6, Bryndís Guðmundsdóttir 6/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, María Jónsdóttir 0/7 fráköst.