Sigurganga Keflavíkur heldur áfram
Keflvíkingar eru enn ósigraðir í Domino’s deildinni í körfubolta karla en þeir sóttu stig til Akureyrar í gær þegar þeir unnu Þórsara 80:95.
Þríeykið sem kom til Keflavíkur fyrir þessa leiktíð hefur verið öflugt og það var sama sagan í þessum leik. Þórsarar héldu í við Keflavík í fyrsta leikhluta og leiddu meira að segja með tveimur stigum að honum loknum 25:23 en eftir það tóku bítlabæjardrengirnir völdin og voru yfir 39:48 í hálfleik. Þeir sigldu síðan sigrinum í höfn í síðustu tveimur leikhlutunum nokkuð þægilega.
Khalil Ullah Ahmad skoraði 30 stig og hefur farið mikinn í síðustu tveimur leikjum. Annars var stigaskorið svona:
Þór Akureyri-Keflavík 80-95 (25-23, 14-25, 27-23, 14-24)
Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 30, Dominykas Milka 23/15 fráköst/5 varin skot, Magnús Már Traustason 14/5 fráköst, Deane Williams 14/10 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/4 fráköst/13 stoðsendingar, Andrés Ísak Hlynsson 2/7 fráköst, Reggie Dupree 2, Elvar Snær Guðjónsson 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Ágúst Orrason 0, Guðmundur Jónsson 0.