Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Sigurganga Keflavíkur heldur áfram
Fjórir stigahæstu leikmenn Keflavíkur gegn Þór, Williams, Ahmad, Magnús Már og Milka.
Föstudagur 8. nóvember 2019 kl. 09:35

Sigurganga Keflavíkur heldur áfram

Keflvíkingar eru enn ósigraðir í Domino’s deildinni í körfubolta karla en þeir sóttu stig til Akureyrar í gær þegar þeir unnu Þórsara 80:95.

Þríeykið sem kom til Keflavíkur fyrir þessa leiktíð hefur verið öflugt og það var sama sagan í þessum leik. Þórsarar héldu í við Keflavík í fyrsta leikhluta og leiddu meira að segja með tveimur stigum að honum loknum 25:23 en eftir það tóku bítlabæjardrengirnir völdin og voru yfir 39:48 í hálfleik. Þeir sigldu síðan sigrinum í höfn í síðustu tveimur leikhlutunum nokkuð þægilega.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Khalil Ullah Ahmad skoraði 30 stig og hefur farið mikinn í síðustu tveimur leikjum. Annars var stigaskorið svona:

Þór Akureyri-Keflavík 80-95 (25-23, 14-25, 27-23, 14-24)

Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 30, Dominykas Milka 23/15 fráköst/5 varin skot, Magnús Már Traustason 14/5 fráköst, Deane Williams 14/10 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/4 fráköst/13 stoðsendingar, Andrés Ísak Hlynsson 2/7 fráköst, Reggie Dupree 2, Elvar Snær Guðjónsson 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Ágúst Orrason 0, Guðmundur Jónsson 0.

Dubliner
Dubliner