Sigurganga Keflavíkur heldur áfram
Keflavík mætti Fjölni í gærkvöldi í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu og endaði leikurinn með 2-1 sigri Keflavíkur. Keflavík hefur verið á góðu skriði í sumar og er liðið með 28 stig eftir tíu leiki í deildinni.
Sophie Groff skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Keflavík komst í 2-0 forystu með sjálfsmarki andstæðinganna á 58. mínútu. Nadía Atladóttir, leikmaður Fjölnis minnkaði síðan muninn fyrir heimakonur á 63. mínútu en lengra komust heimakonur ekki og Keflavík sótti því stigin þrjú.