Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Íþróttir

Sigurganga Grindvíkinga heldur áfram
Föstudagur 14. mars 2014 kl. 08:33

Sigurganga Grindvíkinga heldur áfram

Sjötti sigurleikurinn í röð

Grindvíkingar unnu sterkan útisigur gegn Þórsurum 88-97 í gær í Domino's deild karla í körfubolta. Bikarmeistararnir héldu þar með uppteknum hætti en þeir hafa aðeins tapað einum leik frá því um áramótin. Sá ósigur kom gegn ÍR 30. janúar. Liðið hefur unnið sex leiki í röð í deildinni og bikartitilinn á dögunum.

Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Grindvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigri. Eftir sigurinn er ljóst að Grindvíkingar hafna í þriðja sæti deildarinnar og mæta Þórsurum eða Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst innan skamms.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 25 stig og tók 13 fráköst fyrir Grindvíkinga í leiknum og Jóhann Árni var með 20 stig. Tölfræðina má sjá hér að neðan.

Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 25/13 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/7 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 14/10 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 8, Daníel Guðni Guðmundsson 7, Earnest Lewis Clinch Jr. 7, Hilmir Kristjánsson 2, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Kjartan Helgi  Steinþórsson 0.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25