Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður tekur við af Helga Jónasi
Sigurður er á topnnum með kvennalið félagsins.
Mánudagur 24. nóvember 2014 kl. 09:30

Sigurður tekur við af Helga Jónasi

Sigurður Ingimundarson mun taka við þjálfun karlaliðs Keflavíkur í Domino's deild karla í körfubolta, af Helga Jónasi Guðfinnssyni sem glímir við hjartsláttatruflanir og hefur því ákveðið að stíga til hliðar. Sigurður er öllum hnútum kunnugur hjá karlaliðinu en hann hefur unnið fjölda titla með liðinu bæði sem þjálfari og leikmaður. Sigurður mun einnig þjálfa áfram kvennalið félagsins en þar tók hann við í vor. Mbl.is greinir frá.

Tengdar fréttir: Helgi Jónas glímir við hjartsláttartruflanir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024