Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 5. júlí 2002 kl. 09:29

Sigurður með tvö mörk í sigri Njarðvíkinga

Njarðvík sigraði Leikni á Leiknisvelli í gærkvöldi 2 - 3 í hörkuleik í 2. deild karla í knattspyrnu. Leiknismenn byrjuðu leikinn með látum og náðu að skora á 4. mínútu leiksins og stuttu seinna fengu þeir vítaspyrnu sem þeir misnotuðu. Sigurður Karlsson jafnaði leikinn um miðjan fyrri hálfleik fyrir Njarðvík og þannig var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik mættu Njarðvíkingar ákveðnir til leiks og Sigurður skoraði sitt annað mark og svo skoraði markahrókurinn Eyþór Guðnason stuttu seinna.

Njarðvík er í 2. sæti 2. deildar með 17 stig, fimm stigum á eftir HK.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024