Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður Íslandsmeistari 70 ára og eldri
Mánudagur 18. ágúst 2008 kl. 11:33

Sigurður Íslandsmeistari 70 ára og eldri

Suðurnesjamaðurinn Sigurður Albertsson úr GS varð Íslandsmeistari karla 70 ára og eldri í golfi, en mótið fór fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Hann tryggði sér sigurinn með góðum lokahring, sem hann lék á 75 höggum, eða 4 höggum yfir pari og lauk leik á samtals 236 höggum.



Sigurjón Rafn Gíslason úr GK varð annar, tveimur höggum á eftir Sigurði. Hans Jakob Kristinsson úr GR hafnaði í þriðja sæti á 239 höggum. Jens Karlsson úr GK, sem var með forystu fyrir lokahringinn, lék hringinn í dag 85 höggum og féll við það ofan í 4. sæti.

Veðrið var ekki hagstætt kylfingum á Hvaleyrarvelli um helgina, töluverður vindur og þá gekk á með þéttum skúrum.
 
Lokastaðan
1. Sigurður Albertsson GS  82 79 75 = 236
2. Sigurjón Rafn Gíslason GK 77 80 81 = 238
3. Hans Jakob Kristinsson GR 79 77 83 = 239
4. Jens Karlsson GK 75 80 85 = 240
5. Friðbjörn Hólm GK 79 79 87 = 245
6. Þorsteinn S Steingrímsson GKG 82 81 84 = 247
7. Karl Gunnlaugsson GF 82 83 87 = 252
8. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 83 83 87 = 253
9. Magnús R Jónsson GR 88 82 89 = 259
10. Pétur R Antonsson GR 90 83 88 = 261
11. Henning Á Bjarnason GK  87 87 91 = 265
12. Páll Bjarnason GR 92 87 87 = 266

VF-MYND/Valur: Íslandsmeistarinn Sigurður Albertsson slær hér af 15. teig á lokahringnum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024