Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigurður Ingimundarson: Verra en vandræðalegt
Fimmtudagur 8. apríl 2010 kl. 23:36

Sigurður Ingimundarson: Verra en vandræðalegt



Njarðvíkingar voru algerlega heillum horfnir í kvöld þegar Keflavík mætti í Ljónagryfjuna og rúllaði yfir granna sína. Keflvíkingar leiða því undanúrslitaeinvígið gegn Njarðvík 2-0 og geta tryggt sér sæti í úrslitum næsta sunnudag. Karfan.is ræddi við Sigurð Ingimundarson þjálfara Njarðvíkur eftir leikinn sem sagði frammistöðuna óásættanlega að öllu leyti.


Myndir þú taka undir þau orð að frammistaða Njarðvíkinga hefði hreinlega verið vandræðaleg í kvöld?
Það er eiginlega bara falleg lýsing á orðinu vandræðalegt. Þetta var verra en vandræðalegt, þetta var bara arfalélegt.

Hvernig stendur á því að leikmaður á borð við Nick Bradford sem brilleraði í fyrra á móti fyrnasterkum liðum á borð við KR, hefur ekki sýnt sambærilegan leik undanfarið?
Liðið sem við erum að spila við er gott og síður verran en KR liðið í fyrra svo það hefur ekkert með Nick Bradford að gera því það voru bara fleiri leikmenn í kvöld sem gátu bara ekkert og mjög margir leikmenn sýndu lítinn karakter. Liðið sem slíkt var bara lélegt, þá er ég að meina allt heila klabbið, þjálfarar og allt saman.

Það gerist nú ekki oft í Ljónagryfjunni að stuðningsmenn yfirgefi húsið áður en leiktíminn er úti, voru Njarðvíkingar að senda sínum leikmönnum tóninn?

Það skil ég vel, þetta var óásættanleg frammistaða að öllu leyti. Andleysið var mikið of stóran hluta leiksins og um leið og eitthvað bjátaði að þá misstum við dampinn og þetta sama gerðist í fyrsta leiknum en það bara kom miklu fyrr í kvöld.

Er skortur á einbeitingu í hópnum?

Það læðist að manni ljótur grunur núna en við fórum ofan í hlutina og skoðuðum vel hvað við ætluðum að gera í þessum leik en okkur var bara pakkað saman og við vorum eins og fávitar.

Er það þá næst á dagskrá að setja þennan leik aftur fyrir sig og gíra hópinn upp fyrir þriðja leikinn?

Okkur liggur reyndar ekkert á því, mér finnst ekkert að því að sitja aðeins áfram og láta þessa frammistöðu naga okkur. Mér finnst það eðlilegt að menn þurfi taka vel á svona frammistöðu. Menn geta bara ekkert labbað út frá svona og sagt þetta kemur næst, við þurfum heldur betur að hugsa okkar gang sem lið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fleiri áhugaverðar fréttir úr heimi körfuboltans eru á karfan.is