Sigurður Ingimundarson velur sinn fyrsta landsliðshóp
Íslenska landsliðið, sem skipað er 20 leikmönnum, mun leika tvo leiki gegn bandaríska háskólanum Catawba College. Helmingur leikmanna koma frá Suðurnesjaliðunum þremur. Ekki er um eiginlega landsleiki að ræða, enda verður lið Íslendinga samansett af leikmönnum sem leika hér heima. Lið 1 mun leika fyrri leikinn sunnudaginn 28. desember kl. 18:00 í Smáranum í Kópavogi og lið 2 hinn seinni mánudaginn 29. desember kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn.
Sigurður hefur valið sjö leikmenn sem aldrei hafa leikið landsleik, En af þeim sem hann velur er Friðrik Stefánsson, fyrirliði Njarðvíkur reyndastur með 57 leiki að baki.
Lið 1
Bakverðir:
Skarphéðinn Ingason KR ´77 191cm 4
Lárus Jónsson Hamar ´78 180cm 0
Gunnar Einarsson Keflavík ´77 187cm 27
Pálmi Freyr Sigurgeirsson Breiðabli ´78 190cm 6
Framherjar:
Brenton Birmingham Njarðvík ´72 197cm 3
Ingvaldur Magni Hafsteinsson KR ´81 200cm 8
Jón Norðdal Hafsteinsson Keflavík ´81 193cm 22
Páll Axel Vilbergsson Grindavík ´78 196cm 38
Sigurður Þorvaldsson Snæfell ´80 201cm 8
Miðherji:
Friðrik Stefánsson Njarðvík ´76 204cm 57
Lið 2
Bakverðir:
Axel Kárason Tindastóll ´83 193cm 0
Sævar Haraldsson Haukar ´84 183cm 0
Eiríkur Önundarson ÍR ´74 186cm 17
Guðmundur Jónsson UMFN ´84 190cm 0
Magnús Þór Gunnarsson Keflavík ´81 184cm 12
Framherjar:
Halldór Örn Halldórsson Keflavík ´84 200cm 0
Ómar Ö. Sævarsson ÍR ´82 198cm 0
Páll Kristinsson UMFN ´76 202cm 42
Miðherjar:
Egill Jónasson UMFN ´84 215cm 0
Hlynur Bæringsson Snæfell ´82 200cm 3
(Fyrst er getið fæðingarárs leikmanns, þá hæðar í sentímetrum og að síðustu landsleikjafjölda)