Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður Ingimundarson: „Mætum af fullum krafti í síðustu leikina“
Föstudagur 1. desember 2006 kl. 15:46

Sigurður Ingimundarson: „Mætum af fullum krafti í síðustu leikina“

Möguleikar Keflvíkinga að komast upp úr riðli sínum í Áskorendabikar Evrópu í körfuknattleik eru nær úr sögunni eftir tap gegn tékkneska liðinu Mlekarna Kunin í gær, 78-107.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga sagði í samtali við Víkurfréttir að ýmislegt hafi vantað upp á í þeirra leik, m.a. spiluðu meiðsli inní og eins hafi margir liðsmenn hans verið fjarri sínu besta. „Svo fannst mér dapurt að sjá ekki fleiri stuðningsmenn í húsinu. Til þess að eiga möguleika gegn svona sterku liði verður allt að ganga upp. Allir leikmenn þurfa að eiga toppleik og fólkið í salnum þarf að láta í sér heyra.“

Sigurður játar að útlitið sé ekki gott með að komast upp úr riðlinum. „Þetta er harla vonlítið núna. Við þurfum að vinna okkar leiki og treysta á að önnur úrslit verði okkur hagstæð. Við munum hins vegar mæta af fullum krafti í þá leiki sem eftir eru, enda gefa þeir leikmönnum mikið. Þeir fá reynslu og bæta við sig til að verða betri leikmenn það er ástæðan fyrir því að við erum í þessari keppni.“

VF-mynd/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024