Sigurður Ingimundarson hættir sem þjálfari Solna Vikings
Sigurður Ingimundarson hefur óskað eftir því að vera leystur frá störfum sem þjálfari Solna Vikings í Svíþjóð.
Félagið segist virða og skilja ákvörðun Sigurðar og óskar honum velgengni í framtíðinni og þakkar honum fyrir það starf sem hann hefur unnið með félaginu.
Aðstoðarþjálfari Solna Vikings, Björn Hjálmarsson, mun taka við þjálfun liðsins.