Sigurður Ingimundarson hættir hjá Keflavík
Keflvíkingar hafa ákveðið að framlengja ekki samning við þjálfarann sigursæla, Sigurð Ingimundarson en þetta staðfesti hann í samtali við vefsíðuna Karfan.is í kvöld. Því er ljóst að fylla þarf tvær stöður hjá Keflavík en Sigurður þjálfaði bæði karla- og kvennalið félagsins.
Sigurður vildi að öðru leyti ekki tjá sig um næstu skref, hvort hann yrði að þjálfa á næstu leiktíð eða ekki. Sigurður fór með karlalið Keflavíkur í 8-liða úrslit Domino´s deildarinnar þar sem Keflavík tapaði 2-1 gegn Stjörnunni en kvennalið félagsins gerði hann að deildar,- bikar,- og Íslandsmeisturum.