SIGURÐUR INGIMUNDAR EFTIR LEIKINN
Hvaða hugsanir flugu í gegnum huga þinn þegar þér varð ljóst að leikurinn var tapaður?,,Ég trúði því varla að við hefðum klúðrað leiknum úr höndunum á okkur, það var hreinlega ekki hægt að tapa þessum leik. Ótölulegur fjöldi smáatriða breytti gangi leiksins á lokasekúndunum og öll voru þau Njarðvík í hag. Á örlagastundu meiddist Birgir Örn, eftir brot Friðriks Ragnarssonar, og varð að fara af leikvelli. Kristján kom í hans stað, skilaði hvorugu vítinu niður, og gaf Njarðvíkingum möguleika á að jafna leikinn. Var það röng ákvörðun af þinni hálfu að setja Kristján inn?,,Ég varð að skipta Birgi út og þrátt fyrir að hann hefði hitt vel í leiknum þá er Kristján (80%) miklu betri vítaskytta en Birgir (43,5%) og ég mun taka sömu ákvörðun í næsta leik komi þessi staða upp.Voruð þið mögulega orðnir of sigurvissir, farnir að fagna sigri?,,Alls ekki, við töpuðum síðast leik fyrir u.þ.b. fjórum mánuðum síðan og vorum vissulega fullir sjálfstrausts en alls ekki byrjaðir að fagna. Það gekk bara allt upp fyrir Njarðvíkinga á lokasekúndunum og þegar upp var staðið var aðeins 1/2 sekúnda eftir á klukkunni eftir jöfnunarkörfuna. Ein sekúnda einhvers staðar sem hefði fallið okkar megin og sigurinn hefði verið okkar. Þetta sýnir bara hvað karfan ber höfuð og herðar yfir aðrar boltaíþróttir hvað spennu varðar. Njarðvíkingar gáfust ekki upp og uppskáru hið ótrúlega og óska ég þeim til hamingju með titilinn.”