Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 13. september 2003 kl. 13:17

Sigurður hættur með Keflavík

Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið af persónulegum ástæðum að hætta sem þjálfari körfuknattleiksliðs meistaraflokks karla í Keflavík. Sigurður var að hefja sitt áttunda ár sem þjálfari karlaliðsins en var fimm ár þar á undan þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og var sérlega sigursæll með bæði liðin. Ekki er búið að finna þjálfara í hans stað en stjórn körfuknattleiksdeildar hefur rætt við fjóra menn sem allir þykja koma til greina til starfans, þá Guðjón Skúlason, Falur Harðarson og Jón Guðmundsson auk eins sem ekki er nafngreindur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024