Sigurður hættur með Grindvíkinga
Sigurður Jónsson er hættur störfum sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu, frá og með deginum í dag. Mbl.is greindi frá þessu fyrr í dag.
Magni Fannberg og Milan Stefán Jankovic, sem hafa verið aðstoðarþjálfarar Sigurðar í ár, taka við og stjórna liðinu í sameiningu í þeim tveimur leikjum sem Grindvíkingar eiga eftir í deildinni, gegn KR og FH.
Grindvíkingar eru í mikilli fallhættu en þeir hafa aðeins náð að vinna einn af síðustu átta leikjum sínum í deildinni.
VF-mynd/ [email protected] - Sigurður Jónsson
www.mbl.is