Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður frá Grindavík til Djurgården
Þriðjudagur 14. nóvember 2006 kl. 19:52

Sigurður frá Grindavík til Djurgården

Sigurður Jónsson verður næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins í knattspyrnu, Djurgården. Sigurður tekur formlega við starfi sínu um næstu mánaðamót. Þetta verður í fyrsta sinn sem Sigurður þjálfar lið utan Íslands hvar hann hefur verið við stjórnvölinn hjá FH, Víkingi og nú síðast hjá Grindavík þar sem hann hætti þegar tveimur umferðum var ólokið af Íslandsmótinu í september sl.

Víkurfréttir hittu Sigurð að máli í Leifsstöð síðdegis þegar hann kom til landsins eftir að gengið hafið verið frá samningum í Svíþjóð.

Viðtalið við Sigurð má sjá í vefsjónvarpi Víkurfrétta.

Djurgården varð sænskur meistari og bikarmeistari á síðasta ári. Það hafnaði í sjötta sæti, 10 stigum á eftir Elfsborg sem varð sænskur meistari á nýliðinni leiktíð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024