Sigurður Elíasson í þjálfarateymi Þróttar Vogum
Sigurður Elíasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks hjá Þrótti Vogum og verður Úlfi Blandon innan handar hjá Suðurnesjaliðinu.
Sigurður hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víði Garði undanfarin ár. Sigurður, sem er þrítugur að aldri, og er í sambúð með Lovísu Ragnarsdóttur og saman eiga þau tvö börn.
Sigurður spilaði á sínum leikmannaferli með Víði Garði og var fyrirliði liðsins.