Sigurður áfram næstu 2 árin
Sigurður Ingimundarson hefur gert nýjan tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun því stýra liðinu áfram næstu tvö árin. Sigurður er einnig þjálfari A-landsliðsins í körfuknattleik og á að baki fjöldan allan af titlum með félaginu sem leikmaður og þjálfari.
Á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að það sé mikið fagnaðarefni að njóta áfram krafta Sigurðar enda farsæll þjálfari þar á ferð.
www.keflavik.is