Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður áfram með landsliðið
Miðvikudagur 19. desember 2007 kl. 13:53

Sigurður áfram með landsliðið

Sigurður Ingimundarson framlengdi í dag samningi sínum við Körfuknattleikssamband Íslands sem þjálfari A landsliðs karla. Sigurður sem hefur verið aðalþjálfari liðsins síðustu fjögur framlengdi samningi sínum til tveggja ára og verður því áfram í brúnni þegar Evrópukeppnin í B deild hefst í sumar.

 

Sigurður sagði í samtali við Víkurfréttir að mikill hugur væri í öllu landsliðsstarfi KKÍ og að klárlega væri það raunhæft að stefna upp í A deild á meðal bestu þjóða álfunnar.

 

Nánar er rætt við Sigurð í Víkurfréttum á morgun.

 

VF-Mynd/ [email protected] Frá blaðamannafundi í hádeginu á veitingastaðnum Carpe Diem í dag þar sem Sigurður framlengdi samningi sínum við KKÍ og Ágúst Sigurður Björgvinsson tók við A landsliði kvenna af Guðjóni Skúlasyni. Með Sigurði og Ágústi á myndinni er Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024