Sigurbjörg náði gullinu
Sunddeild UMFN vann til sjö einstaklingsverðlauna á Innanhússmeistaramóti Íslands í sundi sem fór fram í Vestmannaeyjum um helgina. Sigurbjörg Gunnarssdóttir varð Íslandsmeistari í 100m flugsundi eftir æsispennandi keppni við Bryndísi Ólafsdóttur, margreynda sundkonu. Sigurbjörg náði einnig í bronsverðlaun í 50m flugsundi. Þessi titill er fyrsti Íslandsmeistaratitill Njarðvíkinga á IMÍ síðan Eðvarð Þór og félagar kepptu fyrir UMFN 1992.
Mynd: Sundlið UMFN sem stóð sig vel á IMÍ um helgina.
Arna Atladóttir vann til bronsverðlauna í 200m bringusundi og Erla Dögg Haraldsdóttir sem er aðeins 12 ára gömul, vann til silfurverðlauna í 100m fjórsundi. Á lokahófinu var hún síðan útnefnd af þjálfurunum sem efnilegasta sundkona mótsins.
Jón Oddur Sigurðsson vann til þrennra verðlauna, silfurverðlauna fyrir 100m bringusund og brons fyrir 200m fjórsund og 50m bringusund. Í 50m bringusundi var Jón Oddur með besta tímann eftir undanrásirnar, en slæmt start í úrslitum gerði vonina um gull að engu og þriðja sætið varð raunin. Með árangri sínum á mótinu var Jón Oddur valinn í landslið Íslands sem keppir á Smáþjóðaleikunum í San Marino nú í vor. Einnig tryggði hann sæti sitt í unglingalandsliðinu með þessum árangri. Lokafrestur til að ná lágmörkum fyrir unglingalandsliðið var þetta mót. Jón Oddur heldur síðan utan með unglingalandsliðinu þann 5. apríl nk. til keppni á Sjælland Open í Danmörku. Annar af þjálfurum unglingalandsliðsins er þjálfari Njarðvíkur, Steindór Gunnarsson.
Sveit Njarðvíkur náði einnig verðlaunum í boðsundi. Þriðja sæti í 4 x 200m skriðsundi karla, en sveitina skipuðu ungir og kröftugir sundmenn, Hermann Ragnar Unnarsson, Hilmar Pétur Sigurðsson, Helgi Hreinn Óskarsson og Jón Oddur Sigurðsson. Allt lið Njarðvíkinga var í fantaformi um helgina, góðar bætingar og gaman verður að fylgjast með þeim á næstunni.
Mynd: Sundlið UMFN sem stóð sig vel á IMÍ um helgina.
Arna Atladóttir vann til bronsverðlauna í 200m bringusundi og Erla Dögg Haraldsdóttir sem er aðeins 12 ára gömul, vann til silfurverðlauna í 100m fjórsundi. Á lokahófinu var hún síðan útnefnd af þjálfurunum sem efnilegasta sundkona mótsins.
Jón Oddur Sigurðsson vann til þrennra verðlauna, silfurverðlauna fyrir 100m bringusund og brons fyrir 200m fjórsund og 50m bringusund. Í 50m bringusundi var Jón Oddur með besta tímann eftir undanrásirnar, en slæmt start í úrslitum gerði vonina um gull að engu og þriðja sætið varð raunin. Með árangri sínum á mótinu var Jón Oddur valinn í landslið Íslands sem keppir á Smáþjóðaleikunum í San Marino nú í vor. Einnig tryggði hann sæti sitt í unglingalandsliðinu með þessum árangri. Lokafrestur til að ná lágmörkum fyrir unglingalandsliðið var þetta mót. Jón Oddur heldur síðan utan með unglingalandsliðinu þann 5. apríl nk. til keppni á Sjælland Open í Danmörku. Annar af þjálfurum unglingalandsliðsins er þjálfari Njarðvíkur, Steindór Gunnarsson.
Sveit Njarðvíkur náði einnig verðlaunum í boðsundi. Þriðja sæti í 4 x 200m skriðsundi karla, en sveitina skipuðu ungir og kröftugir sundmenn, Hermann Ragnar Unnarsson, Hilmar Pétur Sigurðsson, Helgi Hreinn Óskarsson og Jón Oddur Sigurðsson. Allt lið Njarðvíkinga var í fantaformi um helgina, góðar bætingar og gaman verður að fylgjast með þeim á næstunni.