Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigurbergur spenntur fyrir komandi tímabili með Njarðvík
Sigurbergur ásamt þjálfurunum Rafni og Snorra. Mynd frá heimasíðu UMFN.
Mánudagur 30. október 2017 kl. 10:43

Sigurbergur spenntur fyrir komandi tímabili með Njarðvík

Hinn 18 ára gamli Sigurbergur Bjarnason hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Njarðvík í knattspyrnu. Í samtali við Víkurfréttir segist hann spenntur fyrir komandi tímabili í nýjum lit og nýju liði. „Mér finnst ég hafa tekið rétta ákvörðun að skrifa undir hjá Njarðvík.“

Sigurbergur var aðeins 16 ára þegar hann spilaði í sínum eina Pepsi-deildar leik með Keflavík sumarið 2015 en hann á einnig sex landsleiki með U16 og U17 að baki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024