Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigurbergur sjóðheitur í Flórída
Sigurbergur í leik með Embry-Riddle.
Þriðjudagur 22. október 2013 kl. 19:55

Sigurbergur sjóðheitur í Flórída

Valinn sóknarmaður vikunnar í háskólaboltanum

Knattspyrnumaðurinn Sigurbergur Elisson er að gera það gott í háskólaboltanum í Bandaríkjunum um þessar mundir. Sigurbergur sem leikur með liði Embry-Riddle háskólans í Daytona í Flórída, hefur verið á skotskónum að undanförnu og hefur vakið nokkra athygli fyrir vikið.

Keflvíkingurinn knái er kominn með 10 mörk í jafnmörgum leikjum síðan hann fór ytra í sumar. Í gær var Sigurbergur kjörinn sóknarmaður vikunnar í Sun-deildinni sem liðið hans leikur í. Í síðustu viku skoraði Sigurbergur þrjú mörk, þar af tvö mörk sem færðu liði hans sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurbergur hélt ásamt liðsfélögum sínum úr Keflavík, þeim Magnúsi Magnússyni og Viktori Smára Hafsteinssyni í nám við skólann í loks sumars. Hér má sjá spjall við þá félaga sem blaðamaður VF tók við þá áður en þeir kvöddu Bítlabæinn.

 

 

Viktor, Sigurbergur og Magnús rétt fyrir flutninga til Flórída.