Sigurbergur semur við Sandgerðinga
Skórnir af hillunni
Eftir að hafa lagt skóna á hilluna síðastliðið sumar hefur Sigurbergur Elisson ákveðið að reyna fyrir sér aftur á knattspyrnuvellinum. Þessi 26 ára gamli Kelvíkingum hefur samið við lið Reynis Sandgerði og mun leika með liðinu í 3. deild.
Undanfarin ár hafa verið lituð af meiðslum hjá Sigurbergi en hæfileikana skortir ekki. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík aðeins 15 ára gamall og hefur leikið 100 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 17 mörk.