Fimmtudagur 13. desember 2012 kl. 12:24
Sigurbergur framlengir hjá Keflavík
Sigurbergur Elisson hefur framlengt samning sinn við Keflavík til ársins 2015 en hann var með samning til 2014 sem hefur nú verið framlengdur um eitt ár.
Sigurbergur er 20 ára sóknarmaður og einn efnilegasti leikmaður Keflavíkur. Hann var fastamaður í Pepsi-deildarliði Keflvíkur í sumar.