Sigurbergur bestur í fyrri umferð
Jósef og Veigar í úrvalsliðinu
Vefsíðan Fótbolti.net hefur valið úrvalslið fyrri umferðar í 1. deild karla í fótbolta. Eftir fyrstu 11 umferðirnar telja sérfræðingar síðunnar að Keflvíkingurinn Sigurbergur Elisson sé besti leikmaður deildarinnar. Sigurbergur hefur verið einkar drjúgur fyrir Bítlabæjarliðið en hann hefur skorað sjö mörg í deild og bikar það sem af er tímabili.
Fleiri Suðurnesjamenn komast á blað en Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson kemst í 11 manna úrvalslið, líkt og liðsfélagi hans Alexander Veigar Þórarinsson. Þeir Beitir Ólafsson og Marc McAusland úr Keflavík komast á bekkinn ásamt Rodrigo Gomes Mateo úr Grindavík.