Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigurbergur aftur leikmaður vikunnar
mynd-frá vinstri: Viktor Smári, Sigurbergur, Jón Örvar Arason, Magnús Þór, Viktor Guðnason.
Miðvikudagur 6. nóvember 2013 kl. 09:11

Sigurbergur aftur leikmaður vikunnar

- Keflavíkurnýlendan sigraði deildina

Knattspyrnumaðurinn Sigurbergur Elisson frá Keflavík er enn og aftur að gera það gott í háskólafótboltanum í Bandaríkjunum. Sigurbergur sem leikur með liði Embry-Riddle háskólans í Daytona í Flórídaríki, hefur verið á skotskónum og er hann markahæsti maður liðs síns með 12 mörk.

Í annað sinn á skömmum tíma var Sigurbergur  kjörinn sóknarmaður vikunnar í Sun-deildinni þar sem lið Embry-Riddle leikur. Skólinn sigraði deildina sína og framundan er úrslitakeppni þar sem átta lið berjast um að komast í úrslitakeppni á landsvísu. Ásamt Sigurbergi leika þrír aðrir Keflvíkingar með liðinu, Viktor Guðnason, Viktor Smári Hafsteinsson og Magnús Þór Magnússon. Hafa þeir allir leikið vel að undanförnu í byrjunarliði skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024