Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurbergur aftur á heimaslóðir
Þriðjudagur 7. janúar 2014 kl. 08:09

Sigurbergur aftur á heimaslóðir

Segir skilið við háskólaboltann

Keflvíkingurinn Sigurbergur Elisson hefur ákveðið að leika með liði Keflavíkur í Pepsi deild karla næsta sumar. Sigurbergur hafði ákveðið að reyna fyrir sér í háskólaboltanum í Bandaríkjunum sl. sumar og var þegar búinn að stimpla sig inn þar. Sigurbergur greindi frá þessu á facebooksíðu sinni þar sem hann sagði ákvörðunina gríðarlega erfiða.

„Eftir mikla umhugsun síðustu vikur og daga tók ég erfiðustu ákvörðun lífs míns í dag! Ég ákvað að vera eftir á Íslandi og ekki að fara aftur út í skóla. Einfaldlega vegna þess að gráðan sem ég hafði mikinn áhuga mun ekki nýtast mér hérna heima. Þess í stað mun ég einbeita mér að fótboltanum með Keflavík og stefnan er að eiga hrikalega gott tímabil með þeim í sumar og fara í háskóla hérna næsta haust.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurbergur verður Keflvíkingum góður liðsstyrkur en hann hefur mikla reynslu í efstu deild þrátt fyrir ungan aldur.