Sigurbergur áfram hjá Keflavík
Keflvíkingurinn Sigurbergur Elisson hefur framlengt samning sinn við Keflavík fram til ársins 2018. Sigurbergur hefur allan sinn feril leikið með uppeldisfélaginu og var hann besti leikmaður liðsins í 1. deildinni í fótboltanum í sumar. Sigurbergur hefur spilað 86 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 16 mörk. Árið 2007 spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Keflavíkur í efstu deild og var þá yngsti leikmaður sem hafði spilaði í þeirri deild frá upphafi en þá var hann 15 ára og 105 daga gamall.