Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigur og tap í tveimur æfingaleikjum
Fimmtudagur 8. febrúar 2007 kl. 12:29

Sigur og tap í tveimur æfingaleikjum

Keflavík og Grindavík mættust í títtnefndri Reykjaneshöll í gærkvöldi þar sem Keflavík fór með 3-2 sigur af hólmi. Einar Örn gerði fyrsta mark Keflavíkur í leiknum og Baldur Sigurðsson gerði annað mark Keflavíkur. Alexander V. Þórarinsson og Orri Freyr Hjaltalín gerðu mörk Grindavíkur en það var svo Stefán Örn Arnarson sem gerið sigurmark Keflvíkinga.

 

Á þriðjudagskvöld mættust Keflavík og HK í æfingaleik í Fífunni í Kópavogi þar sem HK lagði Keflavík 3-1. Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur, gerði mark sinna manna úr vítaspyrnu en næstu þrjú mörk komu frá HK.

 

Í dag staðfesti svo Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við www.fotbolti.net að Keflavík hefði hafið samningaviðræður við erlendu leikmennina Marco Koitilainen og Nicolai Jörgensen en þeir hafa verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu.

 

VF-mynd/ [email protected]Stefán Örn í baráttunni á þriðjudag gegn HK en hann gerði sigurmark Keflavíkur gegn Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024