Sigur og tap í sömu ferð
Njarðvíkingar unnu góðan útisigur gegn Þór Akureyri og töpuðu líka naumlega um helgina og dvelja nú í þriðja sæti 1. deildar kvenna í körfubolta. Carmen Tyson Thomas fór fyrir Njarðvíkingum eins og oft áður í 63:85 sigri, en hún skoraði 32 stig og tók 21 frákast. Svanhvít Ósk Snorradóttir stóð sig vel, skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en Björk Gunnarsdóttir skoraði sömuleiðis 15 stig.
Liðin léku tvisvar en heimakonur unnu naumlega 69:66 í fyrri leiknum. Þar fór Carmen á kostum, skoraði 42 stig og tók 18 fráköst. Svanhvít bætti við 12 stigum í þeim leik en aðrar minna.
Þór Ak.-Njarðvík 63-85 (12-27, 17-29, 20-19, 14-10)
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 32/21 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 15, Júlia Scheving Steindórsdóttir 10/8 fráköst, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 6, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 3, Soffía Rún Skúladóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2, Hera Sóley Sölvadóttir 0, Hulda Ósk B. Vatnsdal 0, Birta Rún Gunnarsdóttir 0, Svava Ósk Stefánsdóttir 0.