Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur og tap í lokaumferð 2. deildar
Úr leik Njarðvíkinga og Reynis fyrr í sumar.
Sunnudagur 23. september 2012 kl. 10:56

Sigur og tap í lokaumferð 2. deildar

Lokaumferð 2. deildar knattspyrnu karla fór fram í gær og voru bæði Sandgerðingar og Njarðvíkingar í eldlínunni.  Njarðvík lék gegn Völsungi á Húsavík, en þaðan fóru þeir stigalausir heim eftir 2-1 tap. Einar Marteinsson skoraði mark Njarðvíkur úr vítaspyrnu. 

Reynir frá Sandgerði endaði hins vegar tímabilið á jákvæðu nótunum með 3-1 sigri á Fjarðarbyggð á heimavelli sínum. Þeir Guðmundur Gísli Gunnarsson, Grétar Ólafur Hjartarson og Birgir Ólafsson skoruðu mörk Sandgerðinga í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gengi Suðurnesjaliðanna var ekkert til að hrópa húrra fyrir þetta sumarið en liðin enduðu í 7. og 8. sæti deildarinnar. Reynir með 31 stig og Njarðvík 30.