Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur og tap í gærkvöldi, Grindavík hefur leik í kvöld
Wendell Green jr.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 4. október 2024 kl. 09:24

Sigur og tap í gærkvöldi, Grindavík hefur leik í kvöld

Bónus-deild karla hófst í gær með fjórum leikjum og þar af voru tvö Suðurnesjalið að spila, bæði á útvelli og voru hlutskiptin ólík. Keflavík vann Álftanes eftir framlengdan leik en Njarðvíkingar töpuðu fyrir Þorlákshafnar-Þórsurum.

Segja má að Wendell Green jr. hafi verið betri en enginn í gærkvöld fyrir Keflavík en þegar skammt liði leiks voru Álfnesingar yfir en þá setti hann Green tvo flotta þrista og áður en varði voru Keflvíkingar komnir yfir en heimamönnum tókst að knýja fram framlenginu. Þar voru Keflvíkingar hins vegar betri aðilinn og unnu að lokum öruggan sigur, 101-108. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með Wendell í vetur, honum svipiar mikið til Remy Martin sem spilaði með Keflavík í fyrra, hann er eitraður fyrir utan þriggja stiga línuna og setti 6/14 slíkum skotum sínum niður í gær og endaði með 27 stig. Annar nýr leikmaður Keflvíkinga sem á örugglega eftir að styrkja þá vel, Hilmar Pétursson, endaði með 21 stig og 7 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við tap í Þorlákshöfn en eftir erfiðan fyrri hálfleik gerðu þeir góða atlögu að sigrinum en allt kom fyrir ekki og þriggja stiga tap staðreynd, 93-90.

Dwayne Lautier var atkvæðamestur Njarðvíkinga hvað stigaskorun snertir, setti 35 stig. Nýji Kaninn, Khalill Shabazz, setti 16 stig og Dominykas Milka setti 17 stig og tók 11 fráköst.

Fyrstu umferð lýkur í kvöld með tveimur leikjum, m.a. með leik Grindavíkur og ÍR í Smáranum.