Sigur og tap hjá Keflavík
Keflavíkurstúlkur unnu flottan sigur á KR í spennandi leik í Blue höllinni í Keflavík í gær. Lokatölur urðu 68:60. „Stelpurnr voru frábærar í þessum leik og gerðu nánast allt sem þær áttu að gera,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í viðtali við karfan.is. Karlið Keflavíkur tapaði hins vegar öðrum leiknum í röð.
Jón Halldór þjálfari var með flensku kvöldið fyrir leik með 39 stiga hita en stelpurnar hans voru alls ekki slappar. Þær byrjuðu leikinn vel og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta. KR-ingar komu sterkar inn í annan leikhluta og unnu hann með tólf stigum og leiddu 36:42 í hálfleik. Keflavík var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og skoraði síðust átta stigin á síðustu tveimur mínútunum og tryggði sér sigur.
Daniela W. Morilli skoraði 28 stig fyrir Keflavík og tók tíu fráköst en liðið í heild átti góðan leik og er eftir sigurinn í 3. Sæti deildarinnar.
Keflavík-KR 68-60 (22-16, 14-26, 15-10, 17-8)
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 28/10 fráköst/6 stolnir, Þóranna Kika Hodge-Carr 11/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Katla Rún Garðarsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 6/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 4, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Elsa Albertsdóttir 1, Eva María Davíðsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.
Keflvíkingar máttu þola annað tapið í röð í Domino’s deild karla í körfubolta þegar Haukar lögðu efsta lið deildarinnar nokkuð sannfærandi. Lokatölur urðu 86:70 og sigur Hafnfirðinga sanngjarn.
Keflvíkingar söknuðu greinilega Milka sem hefur verið besti leikmaður liðsins í haust en það á ekki að muna svona miklu um drenginn því Keflavíkurliðið náði sér aldrei á strik. Vonast var til að Khalil Ullah myndi bæta í skart Milka en það gerði hann ekki og aðrir leikmenn náðu sér heldur ekki á strik í leiknum.
Keflvíkingar deila nú efsta sætinu með Tindastóli og Stjörnunni en Njarðvíkingar hafa unnið tvo leiki í röð og eru komnir í 7.-8. sæti. Grindvíkingar eru í 9.-10. Sæti, tveimur stigum á eftir Njarðvík.
Meðfylgjandi viðtal við Jón Halldór tók Skúli Sigurðsson á karfan.is
Haukar-Keflavík 86-70 (27-16, 18-18, 20-21, 21-15)
Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Deane Williams 15/10 fráköst/3 varin skot, Khalil Ullah Ahmad 15, Ágúst Orrason 10, Guðmundur Jónsson 10, Veigar Áki Hlynsson 2, Guðbrandur Helgi Jónsson 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Reggie Dupree 0, Magnús Már Traustason 0.