Sigur í Vesturbænum
Keflvíkingar sigruðu KR í fyrsta leik liðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, 1-2, í Vesturbænum. Guðmundur Steinarsson kom Keflvíkingum yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Símun Samúelsen bætti öðru marki við á 62. mínútu. Björgólfur Takefúsa minnkaði muninn á 80. mínútu en þrátt fyrir ákafa sókn á lokakaflanum náðu þeir ekki að næla sér í stigið.