Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigur í Röstinni
Föstudagur 10. mars 2006 kl. 15:32

Sigur í Röstinni

Grindvíkingar unnu góðan sigru á KR í Iceland-Express-deildinni í gær, 74-71. Sigurinn skipti engu máli fyrir Grindvíkinga sem gátu ekki komist upp úr fimmta sætinu, en þeir munu mæta Skallagrími í 8-liða úrslitum á Fimmtudag.

Heimamenn komust ekki nokkurn veginn í takt við leikinn í upphafi og KR-ingar gegnu á lagið. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-24 og í hálfleik voru gestirnir komnir í 12 stiga forystu, 29-41.

Þá var sem leikmenn Grindavíkur hafi vaknað af værum blundi og fóru þeir að sax jafnt og þétt á forskot Vesturbæinga og komust yfir í 4. leikhluta þar sem þeir skoruðu 24 stig gegn 15. Sigurinn var því einkum að þakka að Grindvíkingar léku góða vörn, en sóknarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra yfir eins og þar stendur.

„Við vorum bara ekki mættir í fyrri hálfleik,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, í samtali við Víkurfréttir. „Maður getur leitað skýringa en ætli það hafi ekki spilað inní að við gátum ekki komist ofar í töflunni þrátt fyrir sigur. Svo vöknum við í hálfleik og það var augljóst að strákarnir vildu klára deildarkeppnina með sóma á heimavelli.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024