Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigur í lokaleik Bristol
Þriðjudagur 11. janúar 2005 kl. 23:13

Sigur í lokaleik Bristol

Keflvíkingar eru enn ósigraðir í 1. deild kvenna eftir sannfærandi heimasigur á Haukum í kvöld. Lokatölur voru 100-76, en nýliðar Hauka héldu sér lengi vel inni í leiknum og var staðan m.a. jöfn rétt fyrir hálfleik, 35-35.

Meistararnir náðu loks að hrista gestina af sér um miðjan 3. leikhluta þegar þær settu öfluga pressuvörn í gang og Haukar áttu ekkert svar. Munurinn jókst stig af stigi og Keflvíkingar lönduðu 12. sigrinum í jafnmörgum leikjum.

Reshea Bristol lék sinn síðasta leik fyrir Keflavík, en hún heldur heim á leið á morgun til að vegna fjölskylduaðstæðna. Hún sveik ekki frekar en fyrri daginn og náði þrefaldri tvennu enn einu sinni með 26 stig,  10 fráköst og 13 stoðsendingar.

Birna Valgarðsdóttir var með 24 stig og María Ben Erlingsdóttir var með 19.
Hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir stigahæst með 32 stig og 11 fráköst. Ebony Shaw kom henni næst með 22 stig.

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, sagði sigurinn ekki hafa verið auðveldan. "Haukarnir eru með mjög gott lið og það er alltaf erfitt að mæta þeim því þær leggja sig alltaf alla fram í leikina."

Tölfræði leiksins

VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024