Sigur í Grindavík
Grindavík sigraði Val með 10 stiga mun þegar liðin mættust í Röstinni í gær í IE-deild kvenna í körfuknattleik. Úrslit urðu 69-59.
Valur byrjaði vel og hafði forystu eftir fyrsta leikhlutann, 19-12. Grindvíkingar komst betur inn í leikinn í öðrum leikhluta, skoruðu þá 22 stig gegn 19 og staðan í hálffleik var 34 – 38 fyrir Val. Í þriðja leikhluta snéru Grindavíkurstúlkur leiknum sér í hag og skoruðu 16 stig gegn 9. Þær höfðu þar með náð undirtökunum og héldu þeim til leiksloka.
Petrúnella Skúladóttir skoraði 21 stig fyrir Grindavík og Michele DeVault 19 stig. Helga Hallgrímsdóttir var grimm í fráköstunum og hirti 19 slík í leiknum.
---
Mynd - Petrúnella Skúladóttir skoraði 21 stig fyrir Grindavík.