Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Íþróttir

Sigur í fyrstu viðureign riðlakeppninnar
Mánudagur 25. september 2006 kl. 15:24

Sigur í fyrstu viðureign riðlakeppninnar

Jóhann Rúnar Kristjánsson vann sinn fyrsta sigur í sitjandi flokki á heimsmeistaramótinu í borðtennis í dag en mótið fer fram í Sviss. Jóhann lagði tékkneskan spilara eftir spennuþrunginn leik 3-2 og fór viðureignin í oddalotu sem lauk 11-9 Jóhanni í vil. Jóhann keppir aftur síðar í dag en riðlakeppnin er strembin og dugir ekkert annað en sigur ef Jóhann ætlar sér upp úr sínum riðli.

Jóhann keppti í opnum flokki í gær þar sem hann féll út í fyrstu umferð. Jóhanni var fyrirfram ekki spáð góðu gengi á mótinu og kom sigur hans á tékkanum nokkuð á óvart. Nánari fregnir af gengi Jóhanns á HM koma inn á vf.is innan tíðar.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25