Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur í fyrsta leik Reynismanna
Frá leik Reynis og Grindavík í bikarkeppni í fyrra.
Miðvikudagur 16. október 2013 kl. 10:55

Sigur í fyrsta leik Reynismanna

Reynismenn fara ágætlega af stað í 1. deild karla í körfubolta, en þeir sigruðu sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu á dögunum. Liðið bar þá sigurorð af Leikni með 93 stigum gegn 78. Leikurinn var fyrsti leikur nýs þjálfara, Ingva Steins Jóhannssonar sem tók við liðinu í sumar.

Sandgerðingar héldu forystu bróðurpart leiksins og stóðu af sér áhlaup Leiknismanna þegar virtist sem spenna væri hlaupin í leikinn. Vítanýting Reynismmanna var einstaklega góð í leiknum, 38/42 skotum eða 90% hittni. Alfreð Eíasson átti stórleik og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigaskor:
Alfreð- 32 stig 12/14 vítum
Reggie-30 stig 9/9 vítum
Rúnar- 11 stig 11/12 vítum
Eyþór- 11 stig 2/2 vítum
Einar- 3 stig 0/2 vítum
Eðvald- 2 stig 2/2 vítum
Hinrik A 2 stig
Halldór- 2 stig 2/2 vítum