Sigur í fyrsta leik hjá Keflavíkurstúlkum
Keflavík sigraði Grindavík, 74:68, í úrvalsdeild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Keflavíkur. Staðan í hálfleik var 41:39 Keflvíkingum í vil. Leikurinn var nokkuð jafn undir lokin en heimastúlkur voru þó alltaf skrefinu á undan og sigruðu að lokum. Anna María Sveinsdóttir var best í liði Keflavíkur með 22 stig en í liði gestanna var Denise Shelton allt í öllu og skoraði 44 stig.