Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur í fyrsta leik
Þriðjudagur 16. maí 2006 kl. 22:21

Sigur í fyrsta leik

Keflavíkurkonur höfðu sigur í sínum fyrsta deildarleik í Landsbankadeildinni í kvöld er þær lögðu nýliða Fylkis að velli 0-2 í Árbænum.

Nína Ósk Kristinsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir gerðu mörk Keflavíkur í leiknum en Keflavík var mun sterkari aðilinn allan tímann og hefðu hæglega getað gert fleiri mörk í leiknum. „Við fengum aragrúa af færum og hefðum getað bætt við mörkum, það gekk allt upp hjá okkur nema að skora fleiri mörk,“ sagði Gunnlaugur Kárason, þjálfari Keflavíkurkvenna í samtali við Víkurfréttir.

„Þetta er góð byrjun og mikilvæg þrjú stig fyrir okkur en við höldum okkur á jörðinni,“ sagði Gunnlaugur að lokum. Næsti leikur Keflavíkurkvenna er gegn Breiðablik þann 23. maí n.k. á Keflavíkurvelli kl. 19:15.

VF-mynd/ frá leik Keflavíkur og HK á síðustu leiktíð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024