Sigur í fyrsta heimaleik Ljónanna
Ljónin frá Njarðvík sigruðu Hauka B í 2. deild karla í körfuknattleik í dag 82-67. Þetta var fyrsti heimaleikur Ljónanna en félagið er tiltölulega nýkomið á laggirnar.
Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Ljónin byrjuðu á því að skora fyrstu 10 stigin, staðan eftir 1. leikhluta var 15-5 Ljónunum í vil. Haukar B tóku sig svo saman í andlitinu og minnkuðu muninn og var staðan jöfn í hálfleik 33-33.
Friðrik Ragnarsson stjórnaði Ljónunum eins og herforingi og í seinni hálfleik sigu heimamenn fram úr og sigruðu með 15 stiga mun 82-67.
Ljónin hafa nú sigrað fyrstu tvo leiki sína í 2. deildinni og eiga næst leik gegn Reyni Sandgerði á föstudaginn kemur.
VF-mynd: Jón Björn: Bræðurnir Friðrik og Ragnar verjast, Ásgeir Guðbjartsson fylgist með, tilbúinn í hjálparvörnina ef með þyrfti.