Sigur í fyrsta bikarmóti vetrarins
Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi í Sandgerði
Taekwondolið Keflavíkur sigraði í heildarstigakeppninni á fyrsta bikarmóti vetrarins sem haldið var í Sandgerði um helgina. Ármenningar voru í öðru sæti aðeins hársbreidd frá sigrinum og því greinilegt að það verður hörkubaráttu um bikarmeistaratitilinn. Samanlagður árangur þriggja móta gildir til titilsins. Svanur Þór Mikaelsson úr Keflavík var valinn keppandi mótsins í karlaflokki.
Svanur Þór Mikaelsson úr Keflavík var valinn keppandi mótsins.
Myndir Tryggvi Rúnarsson.