Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur í frumraun Friðriks
Föstudagur 17. febrúar 2017 kl. 09:17

Sigur í frumraun Friðriks

Þéttur pakki um miðja deild karlamegin

Keflvíkingar lönduðu sigri í frumraun Friðriks Inga Rúnarssonar þjálfara með liðið í Domino’s deildinni í gær. Skallagrímur kom þá í heimsókn í Sláturhúsið og höfðu heimamenn 93-80 sigur og komu sér þannig fyrir í 6. sæti. Amin Stevens fór mikinn, skoraði 31 og tók 22 fráköst. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og Hörður Axel daðraði við þrennu með 14 stig, 8 fráköst og 11 stoðsendingar.

Keflvíkingar voru með leikinn í höndum sér allt frá upphafi en Borgnesingar náðu góðri rispu undir lokin sem dugði þó engan veginn. Gríðarleg spenna er núna um miðja deild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staða:
1       Stjarnan     26
2       KR             26
3       Tindastóll   24
4       Þór Þ.         18
5       Grindavík   18
6       Keflavík      16
7       Þór Ak.       16
8       ÍR                16
9       Njarðvík      16

10      Haukar        12
11      Skallagr.      12
12      Snæfell         0

Keflavík-Skallagrímur 93-80 (30-20, 15-15, 23-18, 25-27)

Keflavík: Amin Khalil Stevens 31/20 fráköst, Guðmundur Jónsson 22/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/8 fráköst/11 stoðsendingar, Daði Lár Jónsson 9, Magnús Már Traustason 6, Reggie Dupree 6/5 fráköst, Ágúst Orrason 3, Davíð Páll Hermannsson 2, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0.