Sigur í frumraun Friðriks
Þéttur pakki um miðja deild karlamegin
Keflvíkingar lönduðu sigri í frumraun Friðriks Inga Rúnarssonar þjálfara með liðið í Domino’s deildinni í gær. Skallagrímur kom þá í heimsókn í Sláturhúsið og höfðu heimamenn 93-80 sigur og komu sér þannig fyrir í 6. sæti. Amin Stevens fór mikinn, skoraði 31 og tók 22 fráköst. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og Hörður Axel daðraði við þrennu með 14 stig, 8 fráköst og 11 stoðsendingar.
Keflvíkingar voru með leikinn í höndum sér allt frá upphafi en Borgnesingar náðu góðri rispu undir lokin sem dugði þó engan veginn. Gríðarleg spenna er núna um miðja deild.
	Staða:
	1       Stjarnan     26
	2       KR             26
	3       Tindastóll   24
	4       Þór Þ.         18
	5       Grindavík   18
	6       Keflavík      16
	7       Þór Ak.       16
	8       ÍR                16
	9       Njarðvík      16
	10      Haukar        12
	11      Skallagr.      12
	12      Snæfell         0
Keflavík-Skallagrímur 93-80 (30-20, 15-15, 23-18, 25-27)
	Keflavík: Amin Khalil Stevens 31/20 fráköst, Guðmundur Jónsson 22/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/8 fráköst/11 stoðsendingar, Daði Lár Jónsson 9, Magnús Már Traustason 6, Reggie Dupree 6/5 fráköst, Ágúst Orrason 3, Davíð Páll Hermannsson 2, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0.
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				